Um Aunts Design

Aunts Design Iceland er vörumerki í eigu Körru ehf. Hugmyndina að vörulínu Aunts Design Iceland fengu frænkurnar Kolbrún Edda Júlínusdóttir (Kolla) og Kristín Stefánsdóttir á haustmánuðum 2009. Markmið þeirra er að bjóða uppá ýmsar vandaðar vörur þar sem íslenska lopapeysumunstrið er haft í fyrirrúmi. Fyrstu vörurnar komu á markað í desember 2009, voru það lopabolirnir og lopakönnurnar.

Karra er gamalt orð yfir það að kemba ull - sem er skemmtileg tenging við forna ullarvinnslu.

Lopapeysumunstrið sem notað var á fyrstu lopavörurnar kemur úr peysu sem tengdafaðir Kollu fékk að gjöf á 7. áratugnum.

Fræknar frænkur:)
Frænkurnar í Fréttablaðinu, 5. júní 2010 Frábær grein um Frænkurnar í Fréttablaðinu, greinin birtist 5. júní 2010.
Starfsfólk Nauthóls

Starfsfólk Nauthóls skartar sérhönnuðum Aunts Design bolum.

Úrklippa úr Séð og Heyrt

Frábærar viðtökur á Aunts Design bolunum í styrktarþætti Ljóssins á
Skjá 1. Bolurinn sem Sölvi klæddist seldist á 115.000 kr. og Swarovski bolurinn sem Inga Lind klæddist fór á 50.000 kr. Andvirði sölunnar rann óskipt til Ljóssins og óskum við þeim innilega til hamingju með frábæran árangur í söfnuninni.

Frétt í mogganum Glæsileg dönsk hjón, þar sem frúin skartar Aunts Design lopabol.
Stóra kaffimálið Frammistöðustúlkur Garðakaffis á Akranesi.
Grein í Fréttablaðinu - sjöunda október 2010 Enn og aftur kemur mynd af fólki í fjölmiðlunum sem klæðast lopabolum frá Aunts Design.