Swarovski bolir

Swarovski lopabolirnir eru byggðir á íslenska lopamunstrinu sem er handprentað á hvern bol. Þeir eru með sama munstri og lopabolirnir en skreyttir með handlímdum Swarovski kristöllum. Bolunum er pakkað í sérlega fallegar öskjur sem eru skreyttar með grafísku lopamunstri sem byggt er á sama grunni og lopamunstrið á bolunum. Öskjurnar eru fallegar og sterkar og má endurnýta þær til að geyma ýmis konar viðkvæma hluti.

Hver bolur er sérprentaður og skreyttur með Swarovski kristöllum hér á Íslandi og því eru í raun engir tveir bolir eins. Efnið í bolunum og prentunin er mjög vönduð og endingagóð og þolir vel þvott, við mælum þó með því að bolirnir séu þvegnir á röngunni.